|
Gamlir Íslenskir Benzar
Ljósmyndasafn af íslensku Mercedes-Benz fornbílum
Markmiðið er að hér verði flokkuð skrá yfir flesta Mercedes-Benz bíla á íslandi sem eru 25 ára eða eldri. Skráin er flokkuð eftir framleiðslulínu sem framleiðandinn hefur breytt á um það bil 5 til 10 ára fresti í gegnum tíðina.
Ég
hef um nokkurt skeið verið að safna myndum af gömlu Benzum hér á Íslandi og hugsunin
er sú að gera þetta aðgengilegt fyrir aðra hér á netinu. Mér þætti þess vegna
vænt um ef menn sendu mér upplýsingar um bíla sem þeir vita um og ekki eru í
skránni. Ef þú lumar sjálfur á gömlum bíl sem ekki er hér hafðu þá endilega
samband í síma 899-5277 eða sendu mér póst. Ef bílinn er
á höfuðborgarsvæðinu eða í næsta nágreni þá hef ég mikinn áhuga á að koma og
ljósmynda gripinn. Einnig vil ég endilega biðja þá sem eiga bíla í skránni að
senda mér póst
ef upplýsingarnar eru rangar eða ef einhverjar vantar. Ef einhver saga fylgir
bílnum þá væri hún einnig vel þegin.
Við
uppbyggingu á þessum vef og söfnun upplýsinga hef ég notið aðstoðar ýmissa góðra
manna. Ber þar helst til að nefna Sigurbjörn Helgason, sem útvegað hefur
sölulegar upplýsingar, myndir og upplýsingar úr Bifreiðaskrá, Örn Sigurðsson og
Rúnar Sigurjónsson sem lagt hafa til upplýsingar um einstaka bíla. Síðast
og ekki síst kann ég þeim Ólafi Kolbeinssyni og Gunnari Már Gunnarssyni
sérstakar þakkir fyrir að sýna málinu áhuga og vera duglegir að benda mér á bíla
sem á þeirra fjörur rekur. Sveinn
Þorsteinsson.
|